Frá starfsgreiningu til frammistöðumats

Frá starfsgreiningu að frammistöðumati


STARFSÁNÆGJA, HÁMARKS FRAMMISTAÐA OG ÁRANGUR Í STARFI, er að öllu leyti háð því að starfsmaður viti hvað hann á að vera gera og hvers er ætlast af honum. Grunnur góðrar vinnu er ÁVALLT góð og ítarleg starfsgreining. Án starfsgreiningar er ekki hægt að meta frammistöðu né árangur og líklegt er að í illa skilgreindu starfi, sé óánægður og framtakslítill starfsmaður.

Tilgangur starfsgreininga er að skilgreina hvert starf með tilliti til þeirrar hegðunar sem nauðsynleg er til að sinna starfinu. Starfsgreining felur í sér lýsingu á þeim verkefnum er starfinu fylgja, verklagi, ábyrgð, tækjum, tólum og frammistöðuviðmiðum ásamt þeirri hegðun, þekkingu, færni og öðrum eiginleikum sem starfið krefst af starfsmanni. STARFSGREINING ER GRUNNUR GÓÐRAR VINNU og grundvöllur þess að geti gert frammistöðumat.

Á þessu námskeiði er farið ítarlegar yfir það gerð ítarlegra starfsgreininga og hvernig þær upplýsingar eru notaðar til grundvallar frammistöðumats og hvað þarf að gerast í ferlinu til að ná sem mestum árangri. Stjórnendur fá í hendur verkfæri sem og þjálfun á þau verkfæri til að geta sjálfir í samvinnu við starfsmenn gert starfsgreininingar og notað þann grunn fyrir gerð frammistöðumats starfsmanna.

Mögulegur ávinningur:
  • Verkfæri við gerð starfsgreininga
  • Skýrari verkaskipting starfsmanna
  • Skýrari boðleiðir
  • Virkara starfsfólk
  • Meiri starfsánægja
  • Grundvöll fyrir frammistöðumat
  • Sniðmát fyrir mælingar

Kennsluaðferðir
  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar og hlutverkaleikur
ID-100107532
Lengd: Námskeiðið er 4 eða 8 klst. að lengd

Leiðbeinendur: Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og Guðlaugur Örn viðskiptafræðingur.