Gerð frammistöðumats og stjórnun

Frammistöðumat og Frammistöðustjórnun


 
Um er að ræða námskeið fyrir stjórnendur í gerð frammistöðumats og grunnatriðum frammistöðustjórnunar.
Námskeiðið byggir á kennsluháttum sem virka þar sem hegðunarvísindin eru sett á mannamál. Stjórnendur læra nýja þekkingu og færni með því að taka þátt í hópverkefnum, einstaklingsverkefnum, hlutverkaleik og notkun kennsluefnis í myndaformi.
 
Á námskeiðinu læra stjórnendur grunn hugtök hegðunarvísinda og hvernig afleiðingar hafa áhrif á hegðun og nám. Stjórnendur læra allt um frammistöðu, hvernig á að skilgreina, meta, mæla og efla frammistöðu starfsmanna. Hvernig góður vinnuvani er þróaður og hvað þarf til að auka frammistöðu starfsmanna með notkun jákvæðrar styrkingar.
 
ID-10027510
 
 
Farið verður í meðal annars í PIC/NIC*TM greiningu á afleiðingum frammistöðu og annarri vinnutengdri hegðun. Einnig er farið í áhrifaríka endurgjöf til starfsmanna og leiðir til að greina frammistöðuvanda og hvernig megi bregðast við honum með því að breyta styrkingarskilmálum.
Í hnotskurn læra stjórnendur leiðir til að hjálpa starfsfólki sínu að ná árangri í starfi.
 
Vinnusmiðjan er 4 skipti 4tíma í senn (til er styttri og lengri útgáfur af vinnusmiðjunni).
Kennarar eru Jóhanna Ella vinnusálfræðingur (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Guðlaugur Örn, viðskiptafræðingur (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og eru þau eigendur Hugtaks mannauðsráðgjöf.
© Hugtak mannauðsráðgjöf