Allt um hegðun starfsmanna

Hagnýting hegðunarvísinda


Af hverju hagar fólk sér eins og það gerir: hagnýting hegðunarvísinda í stjórnun.

Hegðun stjórnast af lögmálum eins og atferlisgreining hefur með rannsóknum sínum sýnt fram á. Með þekkingu lögmála hegðunar að vopni er hægt að hafa áhrif á hegðun fólks bæði er viðkemur verkefnum starfsins sem og í almennum samskiptum og hátterni á vinnustað.

Atferlisgreining hjálpar við að finna svör við því af hverju fólk gerir það sem það gerir og hvernig hægt er að finna lausnir í sameiningu til bættra hátta.

Virk þátttaka starfsmanna er lykilatriði í stjórnun og er farið yfir grunnatriði atferlisgreiningar og hvernig sú þekking nýtist okkur í stjórnendahlutverkinu.

Mögulegur ávinningur:
  • Ánægðara starfsfólk
  • Bættir stjórnunarhættir
  • Bætt frammistaða starfsmanna
  • Bætt samskipti milli stjórnenda og starfsmanna
  • Aukin liðsheild starfsmanna

Kennsluaðferðir
  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar
ID-10038882
Lengd: Námskeiðið er 4 klst að lengd
Leiðbeinandi: Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og Guðlaugur Örn Hauksson viðskiptafræðingur, bæði ráðgjafar hjá Hugtak mannauðsráðgjöf.