Ferlagreining: Fyrirtæki sem lifandi kerfi

Ferlagreining: fyrirtæki sem lifandi kerfi


Ferlagreining er eitt af þeim fjölmörgu áhrifaríku verkfærum í verkfærakistu stjórnenda. Mikilvægt er að greina ferla eins ítarlega og hægt er til að bregðast við mögulegum misfellum eða samskiptabresti milli eininga og eða endurtekninga og þannig straumlínulaga starfsemina.

Á þessu námskeiði er ferið í það hvernig hægt sé að nýta sér kerfisnálgun við gerð ferlagreininga og hvaða árangri er hægt að ná við slíkar greiningar. Einnig er farið í aðferðafræðina við gerð ferlagreininga því árangurinn felst einmitt í því hvernig upplýsingum er safnað og hvernig þeim er miðlað áfram til starfsfólksins.

Starfsfólkið þarf að taka virkan þátt í þessu ferli og oft eru svörin að finna einmitt hjá þeim er inna störfin af hendi.

Mögulegur ávinningur:
  • Upplýstara starfsfólk
  • Bætt samskipti milli eininga
  • Bættir ferlar innan fyrirtækis
  • Straumlínulögun starfseminnar
  • Verkfæri til ferlagreininga
  • Sjónræn kortlagning

Kennsluaðferðir
  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar
ID-100103403

Lengd:
Námskeiðið er 4 klst að lengd
Leiðbeinandi: Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og Guðlaugur Örn Hauksson viðskiptafræðingur, bæði ráðgjafar hjá Hugtak mannauðsráðgjöf.