Árangursrík stjórnun

Árangursrík stjórnun

 

Vantar þig leiðir til að hvetja starfsfólk? Viltu ná meira út úr starfsmönnum?

Árangursrík starfsmannastjórnun: Vinnusmiðja til þess fallin að kenna stjórnendum leiðir til að auka frammistöðu starfsmanna með notkun hegðunarvísindanna. Frábær og hagnýt vinnusmiðja sem skilar árangri inn til fyrirtækisins.

Eitt af mikilvægustu atriðum starfsmannstjórnunar er að ná fram og viðhalda góðri frammistöðu starfsmanna. Ef að frammistaða starfsmanna mætir ekki væntingum yfirmanna þarf að greina hvar vandamálið liggur og laga það. Á þessari vinnustofu er farið í hvernig megi:

  • Greina frammistöðuvanda.
  • Leiðir til hvatningar starfsmanna.
  • Aðferðir til að viðhalda góðri frammistöðu starfsmanna.
  • Mikilvægi þess að greina þjálfunarþörf.
  • Frammistöðuviðmið og markmiðasetning
  • Mælingar og eftirfylgni frammistöðu

 

Stjórnendur öðlast aukinn skilningu á vinnutengdri hegðun starfsmanna. Þeir læra að greina undanfara hegðunar, skilgreina hegðun og afleiðingar hegðunar sem og sambandið þar á milli. Læra hagnýtar leiðir til að greina vinnuumhverfi og nauðsynleg úrræði sem og leiðir til að greina starf á ítarlegan hátt þannig að fyrir liggi sniðmát fyrir frammistöðumat.

Einnig öðlast stjórnendur aukna þekkingu á því hvað hefur áhrif á hegðun og leiðir til að nýta þá þekkingu til að auka virkni og bæta frammistöðu starfsmanna sinna með því að setja frammistöðumarkmið og mæla frammistöðu og árangur.

ID-10043493

Þessi vinnustofa nýtist stjórnendum og millistjórnendum. Endilega hafið samband í síma 571-5000 og kannið málið.