Einelti á vinnustað

Einelti á vinnustað

 

Námskeið um eðli og áhrif eineltis á vinnustöðum sem og lagalegt umhverfi eineltis.

  • Skilgreiningar á einelti og birting eineltis innan vinnustaða. Hvaða hegðun fellur undir skilgreiningu á einelti. Hverju þarf að huga að við mat á einelti. Hvenær er aðeins um samskiptavanda að stríða.
  • Afleiðingar  eineltis, hvaða áhrif það hefur á þolanda, geranda sem og samstarfsaðila og vinnustaðinn í heild sinni.
  • Lagalegt umhverfi eineltis.
  • Vinnuréttur  og Vinnuvernd, farið verður í helstu reglugerðir er varðar þessi mál.
  • Áhættumat og forvarnir. Hvernig er hægt að meta aukna hættu á einelti innan vinnustaða og hvað er hægt að gera til að sporna við einelti.
  • Viðbragðsáætlun. Hvernig skal gera viðbragðsáætlun og hvað þarf að vera til staðar.
  • Liðsheildin. Leiðir til að efla liðsheildina og bregðast við þeim afleiðingum sem einelti hefur skapað.

Fine-line-of-bullying

Leiðbeinendur eru Jóhanna Ella Jónsdóttir og Guðlaugur Örn Hauksson