Forsíða

Sáttamiðlun

Hvað er sáttamiðlun?

Í sáttamiðlun er leitast við að hjálpa fólki við að skilgreina og leysa sín vandamál. Sáttamiðlun innan vinnustaða er með þeim hætti að fagaðili vinnur sem sáttarmaður og stjórnar sáttarferlinu. Unnið er eftir ákveðinni aðferðarfræði sem fær fólk til þess að tala saman, setja sig í spor annarra og finna lausn á því vandamáli sem staðið er frammi fyrir að hverju sinni.

 

Trúnaður og hlutleysi

Fagaðili er bundinn trúnaði um allt sem fer fram á sáttarfundinum og er með öllu hlutlaus gagnvart deiluaðilum. Hlutverk fagaðila er að stuðla að því að aðstoða deiluaðila til þess að finna eigin leiðir út úr vandanum og vinna að sameiginlegri og varanlegri lausn vandans.

 

Aðstoð fagaðila í deilumálum er þess eðlis að aðstæður skapast þar sem fólk getur rætt saman í sanngirni og góðri áheyrn. Sáttarfundir eru aðeins haldnir séu deiluaðilar tilbúnir í að láta á reyna og fá þeir tækifæri bæði fyrir fund og eftir fund að ræða við fagaðila í einrúmi. Við miðlun sáttar er greitt vanda og leitast eftir að stuðla að sameiginlegum hagsmunum beggja aðila með virðingu og vinsemd.

 

 

dreamstime s 11741313-570 

 

 

 

 Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og mannauðssérfræðingur, hefur víða komið að erfiðum samskiptamálum innan vinnustaða og stofnana, sáttamiðlun og úrlausn krefjandi verkefna meðal starfsmanna og stjórnenda.

 

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 mynd 1

mynd 2

mynd 3

mynd 4

mynd 5

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira um fyrirtækið